top of page

Um okkur

Við heitum Ingigerður Lilja Jónsdóttir og Sylvía Björk Birgisdóttir og við erum verðandi uppeldis- og menntunarfræðingar. Við erum nú að ljúka því B.A. námi við Háskóla Íslands eftir þriggja ára nám. Við erum báðar að norðan og kynntumst þegar við hófum námið en höfum unnið mikið saman í verkefnum síðan.

 

Áhugi okkar á öllu hvað varðar uppeldi og velferð barna hefur aukist í gegnum námið og er þessi vefsíða afurð áhuga okkar. Þess vegna töldum við mikla þörf á aðgengilegu efni fyrir foreldra sem þeir gætu nýtt sér til stuðnings við uppeldishlutverkið.

 

Þegar kom að vali á lokaverkefni fengum við þá hugmynd að hanna vefsíðu og greinargerð samhliða henni um helstu grundvallaratriði í uppeldi barna á leikskólaaldri. Vegna brennandi áhuga okkar á málefnum uppeldis höfðum við hugsað okkur að uppfæra vefsíðuna í okkar frítíma með ýmsum fróðleik sem gæti gagnast foreldrum og þeim sem starfa með börnum.

 

Hér verður hægt að lesa verkefnið okkar í heild inni á Skemmu: Vefslóð kemur síðar

27605738_965699443583548_1515962243_o_edited.jpg

Ingigerður Lilja

20210809_072058_edited_edited.jpg

Sylvía Björk

©2022 by Hagnýt uppeldisráð.

bottom of page