Hlusta á hvað börnin hafa að segja
Samræður eru mjög mikilvægar en þá er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvernig maður getur opnað á þær og haldið þeim gangandi. Sumum foreldrum hættir til að bregðast harkalega við eða skamma börnin sín í kjölfar umræðna eða játningar barnsins. Það gæti leitt til þess að barnið leiti síður til foreldra sinna þurfi það aðstoð eða vill opna á tilfinningar sínar.
Foreldrar eiga einnig til að loka á umræðuefni barnanna með því að taka það yfir með eigin skoðunum og spurningum í stað þess að leyfa barni að tjá sig frjálst. Þetta gerist þó í mörgum tilvikum ómeðvitað en þá er mikilvægt að muna að virða barn og viðurkenna eins og það er í stað þess að gagnrýna og skipa. Foreldri sem viðurkennir barn ýtir undir sjálfstæði þess og sjálfstjórn en það leiðir til þess að barninu líður betur í eigin skinni og lærir að nýta eiginleika sína.
Dyraopnarar í samskiptum, hvað er það?
Nú?
Ég skil
Virkilega?
Er það?
Áhugavert!
Leiðir til að opna á frásögn barns án þess að taka hana yfir geta tekið á sig ýmsar myndir og verið misflóknar. Hægt er að nota einföld svör á borð við:
Aðeins flóknari svör foreldris bjóða barni að segja enn meira um efnið en þá er hægt að segja til dæmis:
Ef foreldri vill einnig koma viðurkenningu sinni á barninu á framfæri og því sem það er að segja getur foreldri notast við þessi svör:
Finndu þín eigin orð
Sumar setningarnar gætu virst skrítnar eða fólki gæti þótt óeðlilegt að segja þær við aðra. Hægt er að búa til sínar eigin setningar til að koma viðurkenningu sinni á framfæri í eigin orðum. Þetta eru góðir og jákvæðir hlutir sem flestir ættu að vera ánægðir að heyra. Börnum og fullorðnum líður yfirleitt betur þegar þeir finna að þeir eru virtir, viðurkenndir og áhugaverðir í augum annarra. Því ættu foreldrar ekki að vera feimnir við að sýna börnum sínum áhuga en þetta á einnig við í öðrum mannlegum samskiptum.
Segðu mér frá því
Hvað finnst þér um það?
Mig langar að vita meira
Ég sé að þetta skiptir þig máli
Ég virði þig sem manneskju með þínar eigin hugmyndir og tilfinningar
Mig langar að heyra þína skoðun og skilja þína hlið betur
Þú hefur rétt til að tjá þig um hvernig þér líður
Mig langar að heyra þínar hugmyndir og tek mark á þeim