top of page

„Ég boð” og „Þú boð”

Sem foreldri er gott að skoða hvernig skilaboð maður sendir frá sér. Það ýtir undir betri samskipti að skoða hvort skilaboðin sem send eru séu ,,ég boð” eða ,,þú boð”. Þau boðskipti snúast um að draga athyglina frá gjörðum barnsins eða því sem það gerði rangt og leggja meiri áherslu á afleiðingarnar eða tilfinningar foreldranna. 

Til dæmis í aðstæðum þar sem barn hefur dregið öll húsgögn fram á gólf til að búa til tjald. Þá gætu ,,þú boð” foreldris verið á þennan veg:

 

 

En ,,ég boð” foreldrisins gæti hljómað svo:

 

„Hættu að færa allt til og gakktu frá eftir þig!”

„Mér finnst svo vont þegar ég kemst ekki inn í stofu að sinna mínum verkefnum”

Hvaða áhrif hafa skilaboðin?

Börn sem heyra ,,ég boð” fram yfir „þú boð” eru líklegri til að breyta hegðun sinni vegna þess að ábyrgðin er á þeim sjálfum en þá taka þau ákvörðun út frá viðbrögðum og líðan foreldranna. Með því læra börnin að taka ábyrgð á eigin hegðun, sýna tillitssemi og virða þarfir og líðan annarra. 


Því er árangursríkara að draga athyglina að þeim áhrifum sem hegðun barns hefur á foreldrið en frá því að hegðun barnsins hafi verið „röng”. ,,Ég boð” vekja aðeins athygli á vanda án þess að kenna barninu um en það gerir barninu auðveldara að hjálpa til við að leysa vandann þegar ekki er dregin sérstök athygli að því að barnið hafi verið uppspretta hans. 

©2022 by Hagnýt uppeldisráð.

bottom of page